Friðland að Fjallabaki

Friðland
(Endurbeint frá Fjallabak)

Friðland að Fjallabaki eða Fjallabak er hluti hálendis Íslands sem er norðan Mýrdalsjökuls norður til Landmannalauga og Hrauneyja. Það var gert að friðlandi árið 1979. Fjallabak er bakhlið fjalla eða svæðið hinum megin fjalla. Svæðið er 47 ferkílómetrar og þekkt fyrir stórbrotna og einstæða náttúru. Svæðið er yfir 500 metra; fjöllótt og einkennist af eldvirkni, hverasvæðum, hraunum, ám og vötnum. Það er mjög litríkt og eru þar meðal annars bergtegundirnar ríólít, hrafntinna og móberg. Síðast gaus þar á 15. öld norður af Landmannalaugum. Gróður er af skornum skammti og takmarkast að mestu við ár og vötn.

Fjallabak
Kort (Open Street Map).

Að Fjallabaki eru margar vinsælar gönguleiðir eins og Laugavegurinn sem liggur úr Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. Skálar og tjaldsvæði innan Friðlandsins eru í Landmannalaugum, Landmannahelli og í Hrafntinnuskeri.

Árbók Ferðafélags Íslands árið 2010 fjallaði um Friðland að fjallabaki.

Tenglar breyta

Ítarefni breyta

  • Friðland að Fjallabaki. Ólafur Örn Haraldsson. Árbók Ferðafélags Íslands. 2010
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.