4. Mósebók
4. mósebók (á grísku: Ἀριθμοί, Arithmoi; á hebresku: במדבר, Bəmidbar ("í eyðimörkinni"), á latínu: Numeri) er fjórða af fimm mósebókum. Mósebækur eru fyrsti hluti gamla testamentisins og nefnast saman Torah á hebresku. Bókin fjallar um för Ísraelsmanna um eyðimörkina fyrir komuna til fyrirheitna landsins.
Efni
breyta4. mósebók segir frá för Ísraelsmanna um eyðimörkina. Þeir koma til Kanaan-svæðis og senda menn til að kanna aðstæður. Mennirnir verða hræddir við Kanaanþjóðina og veigra sér við að halda inn í landið. Drottinn reiðist þeim og kveður svo á að enginn þeirra sem var eldri en tvítugt þegar þjóðin hélt af stað frá Egyptalandi muni upplifa komuna til fyrirheitna landsins, að tveimur undanteknum. Þannig dæmir hann Ísraelsþjóð til að ganga um eyðimörkina í 40 ár í viðbót. Bókinni lýkur þegar ný kynslóð Ísraelsmanna snýr aftur til Kanaan og er tilbúin að vaða ána Jórdan.
Í bókinni er sagt frá ýmsum afglöpum Ísraelsmanna. Þeir haga sér svolítið eins og óþekk börn. Drottinn og Móses skiptast á að missa þolinmæðina á þessari erfiðu þjóð. Þolinmæliðdans Drottins og Móses er mikilvægur þráður í gegnum 4. mósebók. Þegar Drottinn missir þolinmæðina reynir Móses að tala máli fólksins og öfugt.