Finnur Hallsson
Finnur Hallsson (d. 1145) var íslenskur lögsögumaður og prestur á 12. öld og gegndi embættinu frá 1139 til dauðadags.
Finnur var sonur Halls Órækjusonar, sem var einn heimildarmanna Ara fróða, og bjó í Hofteigi á Jökuldal. Kona hans var Halldís Bergþórsdóttir, bróðurdóttir Hafliða Mássonar á Breiðabólstað í Vesturhópi.