Finngálkn er furðusagnakvikindi, maður að ofan en dýr að neðan (einnig kallað Kentári). Finngálkn er einnig haft um afkvæmi tófu og kattar. Innan risaeðlufræða er finngálkn einnig haft um hávaxna og hálslanga risaeðlu (Brachiosaurus) sem var úr hópi graseðla.

Afkvæmi tófu og kattar breyta

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir á einum stað:

Finngálkn er það dýr kallað, sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög, og öllum vargi skaðlegra fyrir sauðfé manna, og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á Finngálknið, og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.

Tengt efni breyta

  • Finngálkn, íslensk hljómsveit.
  • Sfinx er finngálkn úr arfsögnum Egypta með ljónsbúk og höfuð manns.
  • Í Hjálmþés sögu og Ölvis neyðist konungssonurinn Hjálmþés til að kyssa finngálknið Vargeisu. Hún reynist þó vera prinsessa í álögum.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.