Ferskja
Ferskja (fræðiheiti Prunus persica) er sætur flauelskenndur ávöxtur ferskjutrés, ræktaður til matar. Ferskjur eru upprunnar í Kína, en bárust fyrst til Evrópulanda frá Persíu og þess vegna nefndu Grikkir aldinið melon persikón sem þýðir: persneskt epli. Til eru að sögn yfir tvö þúsund mismunandi afbrigði af ferskjum og eru þau fyrst og fremst flokkuð í tvo meginflokka. Eitt ferskjuafbrigðið er nektarína sem er mjög sætt afbrigði og minnir bragðið á nektar (blómahunang) og þar af er nafnið komið. Þær eru ekki eins safaríkar og ferskjur og eru líka oftast minni og þéttari og ekki með neina „loðnu“ (flauel).
Ferskja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Haustrautt ferskjuafbrigði
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Prunus persica (L.) Batsch |