Fenty Beauty (stílfært sem FEИTY BEAUTY) er snyrtivörumerki eftir barbadósku söngkonuna Rihanna og kom á markað 8. september 2017. Vörumerkið nýtur mikilla vinsælda fyrir mikla inngildingu fyrir fjölbreytta húðliti og Pro Filt'R förðunargrunnurinn varð eftirsóttur við fyrstu útgáfu. Upprunalegi förðunargrunnurinn innihélt 40 litatóna og hefur síðan stækkað í 50. Hyljarinn frá Fenty Beauty inniheldur einnig 50 litatóna og býður upp á mikið úrval fyrir allar tegundir af húð.

Fenty Beauty LLC
Fenty Beauty auglýsing í Sephora 23. september 2017, stuttu eftir útgáfu
Rekstrarform Hlutafélag
Hjáheiti FEИTY BEAUTY
Stofnað 8. september 2017; fyrir 7 árum (2017-09-08)
Stofnandi Robyn Rihanna Fenty
Staðsetning 425 Market Street, 19. hæð, San Francisco, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Lykilpersónur Rihanna (stofnandi, framkvæmdastjóri, eigandi),
Jahleel Weaver (skapandi stjórnandi)
Starfsemi Snyrtivörur
Móðurfyrirtæki Kendo Holdings
LVMH
Fenty Corp
Starfsfólk 200
Vefsíða fentybeauty.com

Bakgrunnur

breyta

Í júní 2013 skráði Rihanna eftirnafnið sitt, Fenty, sem vörumerki fyrir ýmsar vörur. Það leiddi af sér getgátur að hún færi að vinna að öðrum verkefnum en tónlist.[1] Fenty Beauty var meðal þessara nýju vörumerkja.[2]

Rihanna setti Fenty Beauty á markað árið 2017 þegar hún var 29 ára gömul.[3] Áður hafði hún unnið með MAC Cosmetics,[4][5] og gefið út 10 ilmvötn í samstarfi við Parlux Ltd,[6][7][8] en Fenty Beauty var hennar fyrsta snyrtivörumerki sem hún átti sjálf.[9] Hún skrifaði undir samning árið 2016 og þróaði snyrtivörulínuna með lúxussamstypunni Louis Vuitton Moët Hennessey (LVMH) í gegnum Kendo deild LVMH.[6] Kendo Holdings, Inc framleiðir vörurnar fyrir Fenty Beauty sem síðan selur vörurnar í Sephora og öðrum verslunum.[10][6] Tímaritið Women's Wear Daily sagði að LVMH gæti hafa greitt 10 milljónir bandaríkjadala fyrir samninginn. Samningurinn fylgdi í kjölfarið á samningum Kendo um framleiðslu á Marc Jacobs Beauty og Kat Von D Beauty snyrtivörulínunum.[6]

Rihanna bjó til Fenty Beauty til að bjóða upp á ingildandi úrval fyrir alla húðliti, þar á meðal mikið úrval í litatónum fyrir fólk með dekkri húð.[11]

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Fenty Beauty“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. júlí 2023.

Tilvísanir

breyta
  1. „Rihanna trademarks her name for use on a clothing empire“. The Independent (enska). 8. ágúst 2014. Sótt 26. febrúar 2023.
  2. Sharkey, Linda (8. ágúst 2014). „Rihanna trademarks her name for use on a clothing empire“. The Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2018. Sótt 17. apríl 2018.
  3. Gray, Yasmine (22. nóvember 2017). „5 Reasons Why Rihanna's Fenty Beauty Was Named One of TIME's Best Inventions of 2017“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2018. Sótt 26. mars 2018.
  4. Conti, Samantha; Naughton, Julie (20. febrúar 2013). „MAC Joins Forces With Rihanna“. Women's Wear Daily. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2018. Sótt 28. mars 2018.
  5. Univer, Eden. „Rihanna's New MAC Line Hit Stores Today, and It's Already Flying off the Shelves“. Teen Vogue. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2018. Sótt 28. mars 2018.
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 Born, Pete (14. apríl 2016). „LVMH Signs Rihanna to Create a Makeup Brand“. Women's Wear Daily. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2018. Sótt 28. mars 2018.
  7. „Rihanna Rogue perfume ad restricted due to 'sexually suggestive' image“. The Guardian. 4. júní 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. mars 2018. Sótt 26. mars 2018.
  8. Bayley, Leanne (13. nóvember 2014). „Rihanna unveils her first ever men's scent: Rogue Man“. Glamour UK. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. apríl 2019. Sótt 26. mars 2018.
  9. Friedman, Vanessa (6. september 2017). „Is It New York Fashion Week? Or Is It Rihanna Inc.?“. The New York Times. ISSN 0362-4331. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2018. Sótt 28. mars 2018.
  10. „Home“. Kendo. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2018. Sótt 14. mars 2018.
  11. „Fenty Beauty by Rihanna – About“. Fenty Beauty. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2018. Sótt 19. apríl 2018.

Ytri tenglar

breyta