Sandköttur
Sandkötturinn (fræðiheiti: Felis margarita) er hluti af ættinni Felis. Hann er smæstur allra villtra katta og er nokkuð minni en heimilisköttur, fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandköttinn má finna í Asíu, Afríku og í Mið- Asíu.
Sandköttur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Felis margarita
| ||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Vísindalegt heiti | ||||||||||||
Útlit
breytaSandkötturinn er með stór gul- græn augu, hárin á kinnunum hans eru hvít og það eru tvær dökkar rendur sem teygjast frá augum hans að kinnum. Hann er í fullkomnum felulit til að láta lítið fyrir sér fara í eyðimörkinni, feldur hans er ljós brúnn og hvítur, silfur grár á bakinu og með fína svarta flekki á mismunandi stöðum. Á norðurslóðum getur feldur kattarins orðið mjög þéttur, undirfeldur hans getur orðið allt að 6 cm langur sem lætur köttinn virðast vera mun stærri heldur en hann er. Þessi þykki feldur er aðlögun að mjög breytilegum hitastigum í eyðimörkum, t.d. í Karakum eyðimörkinni í Mið-Asíu getur hitinn farið upp í 40°C á sumrin, þá er efsta lagið af sandinum sirka 80°C, en á veturna getur hitinn farið niður í -25°C.
Skott sandkattarins er langt, með 2-8 svörtum hringjum og svörtum enda. Hann er með stór eyru sem liggja frekar langt frá hvor öðrum, inn í þeim eru þykk hvít hár sem, að öllum líkindum, vernda eyrun í sandfoki. Hann er með mjög góða og þróaða heyrn sem er mikilvæg til þess að staðsetja bráð í umhverfi, þar sem hún er ekki aðeins dreifð yfir mikið svæði, heldur er hún líka oft neðanjarðar í grenum undir sandinum. Á framloppum sandkattarins eru fimm tær, en afturloppurnar hafa aðeins fjórar. Sandkötturinn dregur klærnar ekki alveg inn þegar að hann gengur og þess vegna skrapast þær niður og haldast ekki beittar, nema ein klóin. Fimmta klóin á framloppunum er beitt vegna þess að táin er hærra upp á loppuni heldur en hinar.
Hegðun
breytaMargir þættir í hegðun og vistfræði sandkattarins eru en illa þekktir vegna þess að þeir eru mjög gjarnir á að fela sig, sem gerir það að verkum að vísindamenn eiga erfitt með að fylgjast með þeim. Sandkettir eru miklir einfarar, kettir af gagnstæðu kyni koma yfirleitt bara saman til þess að makast. Kettirnir eru næturdýr, en sumar rannsóknir hafa sýnt, í Arabíu, að kettirnir hafa verið meira úti á daginn yfir vetrartímann þegar að það var sem kaldast. Þeir halda sig oftast í bæli sínu yfir daginn, til þess að vernda sig frá háu eða lágu hitastigi og draga úr rakatapi. Bælin má finna á opnum svæðum, undir steinum eða við runna eða gróður. Sandkettir eru góðir í að grafa, sem er nauðsynlegt til þess að gera sín eigin greni og til þess að veiða litla bráð. Hins vegar gera þeir líka yfirgefin refagreni stundum að sínu eigin bæli, greni þeirra hafa oftast margar útgönguleiðir og þau eru oft notuð af mismunandi einstaklingum á mismunandi tímum. Þeir eru léleg klifurdýr og þeir eru heldur ekki góðir í að stökkva, sem flestir minni kettir eru frekar góðir í. Góð heyrn hjálpar sandköttum að finna bráð sína undir sandinum og grafið hana hratt út. Þeir fá raka sinn úr bráðinni, en ef það er vatn til staðar þá drekka þeir það fúslega. Þegar að sandkettir finnast þeir vera í hættu þá liggja þeir graf kyrrir og loka augunum, þannig falla þeir fullkomlega að umhverfi sínu og er næstum ógerlegt að sjá þá.
Búsvæði og fæða
breytaSandkötturinn er eina kattardýrið sem lifir fyrst og fremst í sönnum eyðimörkum. Hann kýs svæði sem eru sendin, grýtt og gróðurlítil, hann gerir það vegna þess að þannig svæði eru oftast búsvæði nagdýra og lítilla fugla. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Í Sahara innan landamæra Alsír, Níger og Marokkó, á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu í Túrkmenistan, Íran, Pakistan og Afganistan. Sandkettir eru að mestu leyti kjötætur og þeir borða margskonar bráð, svo sem lítil skriðdýr, fugla, skordýr, stökkmýs, héra, köngulær og eitraða snáka. Þessi tegund af kattardýri er þekkt fyrir að vera “óttalaus,, þegar að það kemur að veiði snáka. Kettirnir eru taldir vera tækifærissinnar og veiða það sem þeir geta fundið á hrjóstrugu búsvæði þeirra.
Æxlun
breytaSandkettir sem eru ekki frjálsir makast oftar en einu sinni á ári, en frjálsir sandkettir í náttúrunni láta mökunartíma sinn algjörlega ráðast af staðsetningu. Í Sahara-eyðimörkinni hefst æxlun í janúar og lýkur í apríl. Í Túrkmenistan hefst hún í apríl en í Pakistan varir hún frá september til október. Vísindamenn halda að þetta sé vegna loftlags eða aðgengi auðlinda. Meðgöngutíminn hjá móðurinni endist að meðaltali í 59 til 63 daga, úr goti koma milli 1 til 8 kettlingar en oftast eru það 4 til 5 kettlingar. Þó að sandkettir verða ekki kynþroska fyrr en 9 til 14 mánaða gamlir, þá eru þeir orðnir tiltölulega sjálfbærir við 6 til 8 mánaða aldur. Hraður þroski þeirra getur verið hagkvæmur eiginleiki í fjandsamlegu umhverfi, þeir geta lifað í 13 ár í haldi en frjálsir sandkettir deyja margir við unglingsaldur.
Helsta ógn sandkattana
breytaHelsta ógn sandkattarins er tap á búsvæði og niðurbrot, þetta getur leitt til tvístrunar stofnsins. Þurr vistkerfi eru að minnka á sumum stöðum vegna útbreiðslu manna þ.e.a.s. aukningu á vegum, aukning landbúnaðar, tómstundastarfsemi svo sem akstur utan vegar, ofbeit búfés (úlfaldar og geitur) sem getur líka dregið úr framboði á bráð sandkattarins. Útbreiðsla sjúkdóma frá innlendum köttum eða samkeppni við þá um bráð getur líka ógnað sandkettinum. Þeir eru einnig drepnir af fólki, þeir lenda í gildrum sem hafa verið settar upp fyrir önnur dýr, þeir festast líka stundum í girðingum þar sem þeir deyja ef það er ekki leyst þá í tæka tíð, þeir eru stundum skotnir í Suðaustur-Arabíu.