Fahd bin Abdul Aziz al-Sád

5. konungur Sádi-Arabíu
(Endurbeint frá Fahd konungur)

Fahd bin Abdul Aziz al-Sád, (arabíska: فهد بن عبد العزيز آل سعود), (fæddur 19211. ágúst 2005) var konungur og forsætisráðherra Sádí-Arabíu og höfuð Sád-ættarinnar. Hann var frá Ríad.

Fahd konungur árið 1998.

Fahd varð konungur árið 1982 þegar hálfbróðir hans, Khalid bin Abdul Aziz al-Sád, lést. Hann hafði þá þegar haft stjórnartaumana í hendi sér lengi þar sem Khalid hafði lítinn áhuga á stjórnmálum.

Fahd fékk síðan hjartaáfall árið 1995 og gat eftir það ekki sinnt opinberum skyldum sínum. Hálfbróðir hans, Abdúlla bin Abdul Aziz al-Sád, var því ríkisstjóri þar til Fahd lést og Abdúlla tók formlega við konungstign.

Fahd er sá konungur sem lengst hefur setið á stóli í sögu Sádí-Arabíu.


Fyrirrennari:
Khalid bin Abdul Aziz al-Sád
Konungur Sádí-Arabíu
(1982 – 2005)
Eftirmaður:
Abdúlla bin Abdul Aziz al-Sád


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.