Factorio
Factorio er tölvuleikur sem gengur út á að byggja upp og stýra verksmiðjum. Leikurinn var þróaður af tékkneska leikjasmiðjunni Wube Software og auglýstur gegnum Indiegogo crowdfunding átak árið 2013. Leikurinn var gefinn út fyrir Microsoft Windows, macOS og Linux 14. ágúst 2020 eftir að hafa verið fjögur ár í þróunarútgáfu. Í leiknum er sögupersónan verkfræðingur sem brotlendir á fjarlægri reikistjörnu og verður að safna aðföngum og búa til iðnað til að byggja eldflaug. Þetta er þó sandkassaleikur/opinn leikheimur og getur haldið áfram eftir að byrjunarsagan endar. Leikinn er hægt að spila í bæði einstaklingsham og fjölnotendaham.
Spilun á Factorio gengur út á að safna aðföngum í rauntíma og komast af. Leikurinn sækir innblástur til BuildCraft og IndustrialCraft sem eru eftirlíkingar af Minecraft. Spilarinn kemst af með að safna, finna og rækta ýmis aðföng sem svo má nota til að búa til verkfæri og vélar sem geta svo búið til flóknari efni og flóknari tækni og vélar. Leikjaframvindan er þegar spilari vinnur að því að byggja verksmiðjukerfi og gera ferli eins og námugröft, flutninga, vinnslu og samsetningu sjálfvirkt. Spilarar rannsaka flókna tækni til að búa til nýja strúktura, hluti og viðbætur og byrja á einfaldri sjálfvirkni og þróast í ferli eins og olíuhreinsun, vélmenni og aflknúnar stoðgrindur (exoskeleton). Í leiknum er kerfi til að gera uppdrátt (blueprint) af kerfum sem svo má endurnýta.
Spilarar þurfa að verjast lífríki reikistjörnunnar en þar eru verur sem kallars Biters, Spitters og Worms. Þær verur verða árásargjarnari eftir því sem mengun frá verksmiðju sem spilari reisir eykst. Eftir því sem líður á leikinn koma fleiri óvinir og erfiðara verður að sigra þá. Einnig er hægt að stilla leikinn þannig að verur séu ekki árásargjarnar.
Hægt að er breyta leiknum (modding) og til staðar er kerfi svo auðvelt er að hlaða niður breytingum (ingame mod manager). Breytingar eru skrifaðar í Lua forritunarmálinu.
Heimildir
breyta- Greinin Factorio á en.wikipedia.org
- Vefsetur Factorio