Samfélagsskjöldurinn
(Endurbeint frá FA-samfélagsskjöldurinn)
Samfélagsskjöldurinn eða The Football Association Community Shield (áður Charity Shield) er árleg keppni sem haldin er á Wembley þar sem meistarar ensku úrvalsdeildarinnar og sigurvegarar FA-bikarsins mætast skömmu fyrir byrjun nýs tímabils. Keppnin hefur verið haldin síðan 1908. Ágóðanum er dreift til góðgerðasamtaka um Bretland.
Núverandi sigurvegarar eru Arsenal (2023). Manchester United eru sigursælasta liðið með 21 bikar.