Fáni Möltu er þjóðfáni eyríkisins Möltu í Miðjarðarhafi. Hann er tvískiptur í miðju, með hvítan stangarhelming og rauðan ytri helming. Efst í horni hvíta flatarins er mynd af Georgskrossi, heiðursmerki sem Georg 6. Bretakonungur veitti Möltu árið 1942 vegna framgöngu íbúanna í umsátrinu um Möltu í síðari heimsstyrjöld. Krossinn er með rauðri útlínu.

Fáni Möltu

Um aldir hafði Möltukrossinn, merki Mölturiddara, tengst Möltu. Rauður og hvítur fáni var fyrst notaður af uppreisnarmönnum gegn yfirráðum Frakka undir lok 18. aldar. Merki Möltu frá síðari hluta 19. aldar var tvískiptur rauður og hvítur skjöldur. Tvískipti fáninn var tekinn upp óformlega frá 1943 og varð með smávægilegum breytingum að fána Möltu þegar landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1964.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.