Extreme
Extreme er bandarísk rokkhljómsveit sem var vinsæl 8. og 9. áratug síðustu aldar. Hún hefur gefið út fjórar breiðskífur, tvær stuttskífur (í Japan) og tvo safndiska.
Extreme | |
---|---|
Uppruni | Boston, Massachusetts |
Ár | 1985 - 1996 2004 2006 2007 - nútíð |
Stefnur | Hard rock, Funk metal, Blues-rock |
Útgáfufyrirtæki | A&M |
Samvinna | Van Halen, DramaGods, Tribe of Judah, Mourning Widows, Satellite Party, HurtSmile, Super TransAtlantic |
Meðlimir | Gary Cherone Nuno Bettencourt Pat Badger Kevin Figueiredo |
Fyrri meðlimir | Hal Lebeaux Paul Mangone Paul Geary Peter Hunt Pat Badger Michael Mangini Carl Restivo |
Ferilskrá
breytaFyrstu árin (1985-1989)
breytaÁrið 1985 voru söngvarinn Gary Cherone og trommarinn Paul Geary í hljómsveit, en gítarleikarinn Nuno Bettencourt og bassaleikaranum Pat Badger í annarri, eftir að þessar tvær hljómsveitir rifust um sameiginlegt búningsherbergi í Boston ákváðu þeir Gary, Paul, Nuno og Pat að stofna sína eigin hljómsveit, sem þeir nefndu Extreme.
Gary og Nuno byrjuðu að semja lög saman og spilaðu þeir mörgum sinnum á Boston-svæðinu. Þar varð hljómsveitin fljótt vinsæl og fékk mjög góð ummæli á The Boston music awards.
Hljómsveitin var búin að semja um 55 lög þegar Bryan Huttenhower stjóri A&M ákvað að gera við þá samning, og var það árið 1988. Þá tóku þeir upp sínu fyrstu breiðskífu sem bar nafn hljómsveitarinnar og var gefið út árið 1989. Fyrsta smáskífa Extreme hét „Kid Ego“, en Gary viðurkenndi seinna að hann skammaðist sín fyrir lagið. Síðasta lag breiðskífunnar Extreme, „Play with me“, var síðan notað í mynd Stephen Herek; Bill & Ted's Excellent Adventure.