Example
Elliot John Gleave (fæddur 20. júní 1982), betur þekktur sem Example, er breskur söngvari og rappari. Nafnið hans er komið af því af upphafsstöfunum hans E.G. sem er stytting á latneska orðtakinu exempli gratia („til dæmis“ eða „for example“ á ensku). Fyrsta breiðskífa Example What We Made kom út árið 2007 en fyrsta farsæla breiðskífan hans Won't Go Quietly var gefin út árið 2010. Þriðja breiðskífan hans Playing in the Shadows kom út september 2011.
Example | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | London, England |
Ár virkur | 1994 – í dag |
Stefnur | Hipp hopp Rapp Dubstep |
Útgáfufyrirtæki | The Chats (2004–2006) The Beats (2006–2007) Data (2008–í dag) Universal (2012–í dag) |
Vefsíða | trythisforexample.com |
Uppeldisár
breytaElliot Gleave fæddist á pöbb í Hammersmith í Vestur-London og er elstur tveggja barna. Hann fór í skólann All Saints Primary School í Fulham og svo í menntaskólann Ashcroft Technology Academy í Wandsworth. Elliot hefur sagt í viðtölum að ástæðan fyrir því að hann gerðist rappari sé sú að hann kynnti sér hipp hopp með því að keypa plötur með Wu-Tang Clan og Snoop Dogg. Hann keypti þá seinni plötu af því að honum fannst kápan góð.
Árið 2000 byrjaði Elliot í háskólanum Royal Holloway College og lærði kvikmyndastjórn. Á meðan hann var í háskóla vann hann sem garage-skemmtanastjóri í hlutastarfi til að græða peninga. Á þeim tíma hitti hann Joseph Gardner upptökustjóra, einnig þekktan sem Rusher, sem hann vann með seinna. Elliot og Joseph tóku upp hugmyndaplötu á tónveri háskólans. Þessi plata var seinna gefin út sem breiðskífu og hét „A Pointless Song“.