Evaristus (einnig þekktur sem Aristus) var páfi frá u.þ.b. 98 til 105. Hann var fimmti páfi kaþólsku kirkjunnar og er talinn til dýrlinga hennar. Lítið er vitað um Evaristus. Samkvæmt Liber Pontificalis kom hann frá fjölskyldu af hellenískum uppruna og var sonur gyðings frá Betlehem. Hann var kosinn páfi á valdatíð Domitíanusar keisara á tímum Síðari almennu ofsóknanna.

Evaristus páfi

Evsebíos kirkjusagnfræðingur og biskup heldur því fram að Evaristus hafi dáið á tólfta ári valdatíðar Trajanusar keisara eftir að hafa verið páfi í 8 ár. Í Liber Pontificalis er talað um að hann hafi verið lagður til hinstu hvílu in Vaticano, nærri gröf Péturs postula.

Evaristus lagði grunninn að kardínálasamkundunni, þeirri stofnun sem síðar bar ábyrgð á páfakjöri. Engar sögulegar sannanir staðfesta eða hrekja sögurnar í kringum dauða hans. Þrátt fyrir það hefur hann ávallt verið álitinn píslarvottur. Tvö páfabréf sem talin voru eftir hann reyndust falsanir. Dýrlingadagur hans var áður fyrr 26. október en dýrkun hans var lögð niður 1969.

Heimildir breyta

  • „Pope St. Evaristus“. Sótt 9. apríl 2007.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Evaristus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. apríl 2007.