Europa er barkskip úr stáli sem er skráð í Hollandi. Upphaflega var það þýskt vitaskip sem hét Senator Brockes. Það var smíðað árið 1911 í skipasmíðastöðinni H. C. Stülcken & Sohn í Hamborg í Þýskalandi. Til 1977 var það notað af þýsku strandgæslunni sem vitaskip á ánni Saxelfi. Hollendingur keypti skipið (eða það sem eftir var af því) árið 1985 og gerði upp sem seglskip. Árið 1994 var skipinu hleypt af stokkunum á ný sem þrímastra seglskipi, sérútbúnu fyrir siglingaþjálfun.

Europa á siglingu.

Europa siglir um allan heim og tekur áhafnarmeðlimi (nema) gegn greiðslu í bæði styttri og lengri ferðir, þar á meðal úthafssiglingar, siglingakeppnir, og árlegar ferðir til Suðurskautslandsins, og milli Suður-Georgíu, Tristan da Cunha, og Höfðaborgar.

Árin 2002 og 2013 fór skipið fyrir Hornhöfða. Árið 2010 tók það þátt í Velas Sudamerica 2010, sögulegri ferð ellefu hásigldra skipa til að fagna tveggja alda afmæli ríkisstjórna Argentínu og Chile.[1]

Árin 2013-2014 sigldi Europa kringum hnöttinn ásamt tveim öðrum hollenskum hásigldum skipum, Tecla og Oosterschelde. Þau sigldu frá Suður-Afríku til Perú, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Í október 2013 tók Europa þátt í International Fleet Review 2013 í Sydney. Skipið sigldi formlega frá Nýja-Sjálandi fyrir Hornhöfða (október - desember 2013). Í júní 2014 lauk Europa hnattsiglingunni við komuna til Amsterdam.

Tilvísanir

breyta
  1. „Velas Sudamerica“.