Eskimó-aleútísk tungumál

(Endurbeint frá Eskimó-aleutísk tungumál)

Eskimó-aleútísk mál eru tungumálaætt sem töluð er af íbúum á Grænlandi, í heimskautahéruðum Kanada, Alaska og austurhluta Síberíu. Tveir tungumálahópar tilheyra þessari málafjölskyldu, annars vegar svonefnd eskimóatungumál (sem eru kölluð inuítamál á norðurströnd Alaska, í Kanada og á Grænlandi, júpik á vesturströnd Alaska, en júit í Síberíu), og hins vegar aleútíska.

Eskimó-aleútísk tungumál
Frummál Frumeskimó-aleútíska
Frumeskimó
Undirflokkar aleútíska
inúítamál
Tungumálakóðar
ISO 639-2 esx
Eskimó-aleútísk mál í Norður-Ameríku

Þó aleútíska og inúítamál séu náskyld er enginn efi á að þar er um að ræða aðskilin tungumál sem þróuðust sitt í hvora áttina fyrir um 3.000 árum. Hins vegar eru tungumálafræðingar (og talendur sjálfir) ekki á einu máli um hvort tala eigi um mállýskur eða sjálfstæð mál innan inuítatungu. Þrátt fyrir að mikill munur sé á milli kjarnamálsvæða eru hvergi skörp skil milli svæða.

Ættartré

breyta

Eskimó-aleútísk mál skiptast í eftirfarandi greinar:

Óvíst er hvernig eskimó-aleútísk mál eru skyld öðrum málaættum en þau eru a.m.k. óskyld öðrum málum frumbyggja Ameríku.

Ítarefni

breyta