Inúktitút

inúítatungumál talað í Kanada

Inúktitút (ᐃᓄᒃᑎᑐᑦ) er eitt stærsta inúítamál sem er talað í Kanada. Það er talað í Nýfundnalandi og Labrador, Quebec, norðurausturhluta Manitoba og Núnavút. Inúktitút er skrifað með kanadíska atkvæðatáknrófinu.

Inúktitút
ᐃᓄᒃᑎᑐᑦ
Málsvæði Núnavút, Nunavik (Quebec), Nunatsiavut (Nýfundnaland og Labrador)
Heimshluti Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa 34.000 (2011)
36.000 ásamt inuvialuk (2006)
Ætt eskimó-aleútískt
 eskimóamál
  inúítamál
   inúktitút
Skrifletur Kanadíska atkvæðatáknrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Núnavút
Norðurvesturhéruðin
Stýrt af Inuit Tapiriit Kanatami
Tungumálakóðar
ISO 639-1 iu
ISO 639-2 iku
ISO 639-3 ike
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Tungumálið er opinberlega viðurkennt í Núnavút ásamt inuinnaqtun, en saman eru þessi tungumál kölluð inuktut. Það er lögfræðilega viðurkennt í Nunavik—hluta af Quebec—og er opinbert kennslumál í skólum þar. Það er líka að hluta viðurkennt á Nunatsiavut—inuítasvæði í Labrador í kjölfar samnings við kanadísku rikísstjórninni. Samkvæmt kanadíska manntalinu eru talendur inúktitút um það bil 35.000 í Kanada, þar með talið 200 talendur sem búa ekki á hefðbundnu heimaslóðum Inúíta.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.