Klóelfting
(Endurbeint frá Equisetum arvense)
Klóelfting (fræðiheiti: Equisetum arvense) er planta af ættkvísl elftinga af elftingarætt.
Klóelfting | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Nærmynd af klóelftingu
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Equisetum arvense Linnaeus, 1753 |
Útlit
breytaHún hefur gárótta, sívala og liðskipta stöngla sem hafa liðskiptar, kransstæðar greinar. Hún þekkist á því að neðsti liður hverrar greinar er mun lengri en stöngulslíðrið, þetta á þó ekki við um greinarnar á neðstu stöngulliðunum.
Gróöxin, sem kallast skollafætur, skollafingur eða góubeitlar vaxa snemma á vorin löngu áður en elftingin sjálf sést. Þau eru blaðgrænulaus, ljósmóleit með svörtum slíðrum og falla eftir gróþroskun.
Klóelftingin nær 20 til 40 sentímetra hæð og vex gjarnan á röskuðum svæðum, í görðum, vegköntum, mólendi og skógarbotnum.
Annað
breytaKlóelfting hefur 216 litninga (108 pör) sem er fimm sinnum meira en maðurinn sem hefur 46 litninga.