Eppingskógur
(Endurbeint frá Epping-skógur)
Eppingskógur er skóglendissvæði á suðaustur Englandi, á mörkum Stór-Lundúnasvæðisins og Essex. Hann myndaðist eftir síðustu ísöld um það bil 8000 f.Kr. Hann er 24 km² (6.000 ekrur) að flatarmáli og inniheldur graslendi, heiðar, ár, fen og tjarnir. Skógurinn teygir sig milli Forest Gate í suðri og Epping í norðri. Hann er um það bil 18 km á lengdina frá norðri til suðurs og um það bil 4 km á vídd. Skógurinn er við fjallshrygg minni dala áanna Ley og Roding. Jarðvegssamsetningin er ekki hentug fyrir landbúnað.