Entombed er sænsk dauðarokkshljómsveit sem stofnuð var árið 1987 undir nafninu Nihilist. Þeir eru taldir frumkvöðlar skandinavísku dauðarokkssenunnar. Á tíunda áratugnum fór hljómsveitin að breyta hljóm sínum og hægja hann, í það sem kallað hefur verið death n' roll.

Entombed (2010).

Áhrifavaldar Entombed eru meðal annars Slayer, Exodus, Black Sabbath, Celtic Frost, Autopsy, Kiss, The Misfits, Motörhead, Discharge, Death og Testament. Ásamt Dismember, Grave og Unleashed, hafa Entombed verið kallaðir einir af fjóru stóru innan sænska dauðarokksins.

Árið 2014 gekk gítarleikarinn Alex Hellid úr bandinu en þá höfðu upprunalegir meðlimir utan söngvarans Lars Göran Petrov yfirgefið það. Þar sem Hellid hafði einkaleyfi á nafninu varð L.G. Petrov að halda áfram undir nafninu Entombed A.D.. Petrov lést árið 2021 úr krabbameini [1]. Árið 2016 ákváðu upprunalegu meðlimirnir Hellid, Andersson og Cederlund að koma saman sem Entombed með nýjum söngvara.

  • Hljómsveitin spilaði á Íslandi árin 2006, 2009 og 2012.

Meðlimir

breyta
  • Alex Hellid - gítar (1987–2014, 2016–)
  • Uffe Cederlund – gítar, hljómborð, bakraddir (1987–2005, 2016–), bassi (1989–1990)
  • Nicke Andersson – trommur (1987–1997, 2016–), söngur (1992), bassi (1989–1990)
  • Edvin Aftonfalk - bassi (2016–)
  • Robert Andersson - söngur (2016–)

Fyrrum meðlimir

breyta
  • Mattias Boström – söngur (1987–1988)
  • Leif Cuzner – bassi (1987–1988)
  • Johnny Hedlund – bassi (1988–1989)
  • Lars Göran Petrov – söngur, hljómborð (1988–1991, 1992–2014, lést 2021) .
  • David Blomqvist – bassi (1989)
  • Lars Rosenberg – bassi (1990–1995)
  • Johnny Dordevic – söngur (1991–1992)
  • Orvar Säfström – söngur (1991, 2014)
  • Jörgen Sandström – bassi (1995–2004)
  • Peter Stjärnvind – trommur (1997–2006)
  • Nico Elgstrand – bassi (2004–2010), gítar (2010–2014)
  • Olle Dahlstedt – trommur (2006–2014)
  • Victor Brandt – bassi (2010–2014)

Breiðskífur

breyta
  • Left Hand Path (1990)
  • Clandestine (1991)
  • Wolverine Blues (1993)
  • DCLXVI: To Ride Shoot Straight and Speak the Truth (1997)
  • Same Difference (1998)
  • Uprising (2000)
  • Morning Star (2001)
  • Inferno (2003)
  • Serpent Saints – The Ten Amendments (2007)

Tilvísanir

breyta
  1. Söngvari Entombed AD látinn Vísir, skoðað 8. mars 2021.