Sæotur
Sæotur (fræðiheiti: Enhydra lutris) er sjávarspendýr sem lifir við strendur norðaustan Kyrrahafsins. Sæotrar verða 14-45kg á þyngd og um 122 sm langir eru þyngstu dýrin í marðarætt en jafnframt með smæstu sjávarspendýrum. Ólíkt flestum öðrum sjávarspendýrum er hitaeinangrun sæotursins fyrst og fremst fólgin í þykkum feldi sem er sá þéttasti í dýraríkinu. Sæotur getur gengið á landi en hann getur líka lifað eingöngu í sjó.
Sæotur | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Enhydra lutris (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||||||
Útbreiðsla fyrr og nú
|
Villtir sæotrar geta lifað alltað 23 ár. Sæotrar eru vel útbúnir fyrir líf í sjó, fætur þeirra eru með sundfit og feldur þeirra er vatnsþéttur og eyru og nasir lokast í vatni. Sæotrar fæða afkvæmi sín út á sjó. Sæotrar fjóta oft á vatnsyfirborði og sofa þannig, oft í hópum. Stundum fljóta sæotrar flæktir í þaraskógi og fá þannig akkeri í úfunum sjó. Sæotrar brjóta skeljar með að berja þeim við steina. Þeir lifa á kræklingum, ígulkerjum, kröbbum, smokkfiskum, kolkröbbum, of fiski. Áður fyrr voru sæotrar veiddir vegna feldsins og lá við útrýmingu þeirra. Nú eru þeir friðaðir. [1]