Engel gegn Vitale (Engel v. Vitale), 370 U.S. 421 (1962), er tímamótadómsmál hæstaréttar Bandaríkjanna. Hæstiréttur úrskurðaði að það væri ekki í samræmi við stofnsetningarákvæði fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna að fara með formlegar bænir í ríkisskólum Bandaríkjanna.[1] Dómurinn varð einn sá afdrifaríkasti í hæstaréttardómur á eftirstríðsárunum og olli gríðarlegum deilum í bandarísku samfélagi.

Aðdragandi

breyta

Í New York fylki voru lög um að nemendur ríkisskóla skyldu hefja skóladaginn á að fara með kristilega bæn. Í skóla í New Hyde Park, New York, voru nemendur látnir fara með eftirfarandi bæn, en máttu þó vera fjarverandi:

"Almighty God, we acknowledge our dependence upon Thee, and we beg Thy blessings upon us, our parents, our teachers, and our country".[2]

Foreldrar nemenda þessa skóla í New York, með Stephen Engel í fararbroddi, voru mótfallin bæninni. Þau stefndu William Vitale, forseta skólaráðs New York fylkis, með þeim rökum að bænastundin væri ekki í samræmi við fyrsta viðauka sjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður á um að fylki megi ekki setja lög sem koma í veg fyrir frjálsa iðkun trúarbragða.[3]

Dómarar úrskurðuðu svo, með 6 atkvæðum gegn 1, að flytja bænir í skólum stangist á við stofnsetningarákvæði fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, því markmið hennar var að koma í veg fyrir afskipti ríkisins af trú.[4]

Áhrif

breyta

Þetta þýðingamikla dómsmál skapaði ákafar umræður í Bandaríkjunum, sérstaklega trúardeilur í tengslum við menningarstríðin. Kristnir íhaldsmenn voru ósáttir með að „Guði hafi verið sparkað úr skólum“[5] og í kjölfarið sameinuðust fyrrum fjandmenn og til varð íhaldssama stjórnmálahreyfingin Hinir trúarlegu íhaldsmenn(en) sem hjálpuðu til við forsetakjör Ronalds Reagan árið 1980.[6]

Heimildir

breyta
  1. „Engel v. Vitale | Definition, Background, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 7. nóvember 2020.
  2. „Engel v. Vitale | Definition, Background, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 7. nóvember 2020.
  3. Ólafur S. Thorgeirsson (1905). „Stjórnarskrá Bandaríkjanna“. Stjórnlagaráð 2011. Sótt nóvember 2020.
  4. „Facts and Case Summary - Engel v. Vitale“. United States Courts. Sótt nóvember 2020.
  5. Charles C. Haynes (júlí 2012). „50 years later, how school-prayer ruling changed America“. Freedom Forum Institute. Sótt nóvember 2020.
  6. Andrew Hartman (2015). A war for the soul of America. A history of the culture wars. bls. 71-72.
   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.