Endurheimt votlendis
Endurheimt votlendis er sú aðgerð að koma framræstu votlendi aftur í upprunalegt horf. Víða hefur votlendi verið framræst til notkunar undir landbúnað eða byggingar. Framræsla votlendis er talin hafa neikvæð áhrif á vistkerfið enda votlendi mikilvægt búsvæði margra plöntu-, fugl-, fiski- og skordýrategunda og geymir mikið magn kolefnis.[1]
Á Íslandi
breytaNýlega hefur endurheimt votlendis skapað sér sess í loftlagsstefnu Íslands. Talið er að um það bil 73% af losun kolefnis af manna völdum á Íslandi má rekja til framræslu votlendis en áætlað er að 20% af grónu flatarmáli landsins sé votlendi.[2][1] Áætlað er að um það bil 50% votlendis á Íslandi hafi verið framræst (jafngildi 4.200 km²). Þorri framræsts votlendis (jafngildi 3.600 km²) liggur utan túna og skóglendis og hentar því hugsanlega vel til endurheimtar.[1]
Landgræðslan fer með framkvæmd á endurheimt votlendis.[1] Í apríl 2018 tók Votlendissjóðurinn til starfa. Tilgangur sjóðsins er að styrkja endurheimt votlendis á Íslandi til þess að landið geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er verndari sjóðsins.[3]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Endurheimt – Landgræðsla“. Sótt 13. febrúar 2019.
- ↑ „Endurheimt votlendis kostar milljarða“, RÚV, 18. janúar 2018.
- ↑ „Votlendissjóður tekur til starfa“, Vísir, 30. apríl 2018.