Embla var leitarvél mbl.is sérsniðin að því að leita í íslensku efni, hún hafði nokkra sérstöðu þar sem hún „kunni íslensku“. Með þessu er átt við að Embla leitaði ekki bara að innsleginni orðmynd, heldur öllum orðmyndum innsleginna orða, sem dæmi: ef leitað var að orðin „flugvöllur“ dkildi Embla niðurstöðum sem innhalda orðmyndirnar „flugvelli“ og „flugvellinum“. Í flóknu máli eins og íslensku getur þetta skipt umtalsverðu máli varðandi gæði og umfang leitarniðurstaðna.

Á sama orðasafni byggði Embla tillögur að stafsetningarleiðréttingum t.d. ef um innsláttarvillu var að ræða. Þó þær hafi á tíðum verið hjálplegar gátu þessar tillögur líka oft verið skondnar. Einhverju sinni stakk Embla t.d. upp á „ein ladan“ þegar leitað var að „bin laden“.

Embla var knúin af leitartækni frá íslenska tæknifyrirtækinu Spurl ehf. sem meðal annars rekur bókamerkjaþjónustuna Spurl.net.

Nafnsifjar

breyta

Nafnið Embla kemur úr norrænu goðafræðinni, en Askur og Embla voru fyrsta fólkið í sköpunarsögu þess heims, sambærileg við Adam og Evu úr sköpunarsögu kristninnar.

Nafnið á leitarvélinni er líka án efa orðaleikur með upphafsstafina mbl (e mbl a) — og töluðu mbl.is menn um að „embla“ eitthvað þegar leitað var, svipað og að „gúggla“ þegar leitað er á Google.

Tengill

breyta