Ellert B. Schram
íslenskur knattspyrnumaður og stjórnmálamaður
Ellert Björgvinsson Schram (fæddur 10. október 1939) fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.
Ellert B. Schram (EBS) | |
| |
Fæðingardagur: | 10. október 1939 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
Flokkur: | Samfylkingin |
Þingsetutímabil | |
1971-1974 | í Landsk. fyrir Sjálfstfl. |
1974-1979 | í Reykv. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
1983-1987* | í Reykv. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
2007-2009 | í Reykv. n. fyrir Samf. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
1974-1978 | Formaður allsherjarnefndar** |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis | |
*Tók ekki sæti á þinginu 1983-1984 **Í neðri deild og sameinuðu þingi |
Ellert útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1959 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966[1]. Hann lék einnig knattspyrnu fyrir KR og var á lista yfir markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar frá árinu 1959 til 1964[2] án þess þó að vera markahæstur. Ellert lék einnig með landsliði Íslands í knattspyrnu.
Ellert var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 1971-1979 og 1983-1987 og Samfylkingarinnar 2007-2009.
Ellert var kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 1991 og gegndi því embætti til ársins 2006. Hann var sæmdur riddarakross Fálkaorðunnar árið 2001 „fyrir störf í þágu íþrótta.“
Tilvísanir
breyta Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.