Eldgosið við Meradali 2022
eldsgos á Suðurnesjum árið 2022
(Endurbeint frá Eldgosið í Meradölum 2022)
Þann 3. ágúst árið 2022, rúmum tíu mánuðum eftir að eldgosinu við Fagradalsfjall lauk opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða Meradali, við norðurenda hrauns sem rann 2021, og nálægt Meradalahnjúkum. Jarðskjálftahrina var vikurnar áður og 3 dögum áður var skjálfti upp á 5,5 nálægt Grindavík. Sprungan sem opnaðist var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. [1] [2] Hún þéttist í nokkur gosop og einn aðalgíg fyrstu vikuna. Gosið stóð í um 18 daga. Það var 8% rúmmáls gossins í Geldingadölum og fjórðungur flatarmáls þess. [3]
Þróun
breyta- 6. ágúst: Sprungan hefur dregist saman og virkni er í 3 gosopum/gígum. Hættusvæði hefur verið skilgreint og möguleiki er á nýjum sprungum. [4]
- 9. ágúst: Yfirvöld ákváðu að meina börnum undir 12 ára að fara að gosstöðvunum en ferðamenn höfðu virt lokanir vegna veðurs að vettugi dagana áður og lent í hrakningum. [5]
- 16. ágúst: Dregið hefur úr hraunflæði og var það þriðjungur þess sem var fyrstu viku gossins. [6]
- 20. ágúst: Engin kvika er sjáanleg en rýkur úr gígnum. [7]
- 21. ágúst: Engin virkni sjáanleg.
Sjá einnig
breytaTenglar
breyta- Upplýsingasíða Jarðvísindastofnunar Geymt 6 ágúst 2022 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ Segir sprunguna lengri en í síðasta gosiRÚV, sótt 3. ágúst 2022
- ↑ Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra RÚV, sótt 3. ágúst 2022
- ↑ [https://www.ruv.is/frett/2022/10/01/rummal-hraunsins-svipad-og-200-reykjavikurtjarnir Rúmmál hraunsins svipað og 200 Reykjavíkurtjarnir] Rúv, sótt 1. okt. 2022
- ↑ Engin merki um nýjar gossprungur RÚV, sótt 6. ágúst 2022
- ↑ Börn undir 12 ára aldri mega ekki ganga að gosinu RÚV, sótt 9/8 2022
- ↑ Gosið ekki hálfdrættingur á við sem var RÚV, skoðað 17/8 ágúst 2022
- ↑ Kanna hvort gosinu í Meradölum sé lokið RÚV, skoðað 20/8 2022