Eldborg (Hnappadal)
Eldborg í Hnappadal er gjallgígur, 38 km fyrir norðan Borgarnes. Gígurinn rís 100 m yfir sjávarmáli en 60 m yfir hrauninu í kring og er stærstur gíga í stuttri gossprungu. Gígurinn er formfagur, sporöskjulaga eldgígur með bröttum gígveggjum mynduðum úr þunnum hraunskánum, um 200 m að lengd og 50 m á dýpt. Hann myndaðist fyrir 5-8000 árum. Hugsanlegt er að gosið hafi þar á landnámsöld samvæmt lýsingu þar.
Eldborg | |
---|---|
Hæð | 112 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Borgarbyggð |
Hnit | 64°52′N 22°14′V / 64.87°N 22.23°V |
breyta upplýsingum |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Eldborg (Hnappadal).
Eldborg tilheyrir eldstöðvakerfinu Ljósufjalla.
Eldborgarhraun er kjarri vaxið og var skógurinn mikið höggvinn áður fyrr. Eldborg var friðlýst 1974. Hægt er að ganga upp á gígbarminn.
Nálægir staðir
breytaHeimildir
breyta- „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 16. júlí 2010.
- „Nat.is - Eldborg“. Sótt 2. júní 2021.
- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.