Saxelfur

stórfljót í Mið-Evrópu (1.112 km.)
(Endurbeint frá Elben)

Saxelfur (en stundum einnig kölluð aðeins Elfin) (tékkneska: Labe; þýska: Elbe; latína: Albis; danska: Elben; sorbneska: Łobjo; pólska: Łaba, - komið úr norrænu elfr, „elfur eða fljót“) er eitt af stærstu fljótum Evrópu og ein af helstu siglingaleiðum um Mið-Evrópu. Upptök fljótsins eru í Tékklandi við norðurlandamæri Tékklands og Póllands. Það rennur síðan 1165 km leið um Tékkland og Þýskaland út í Norðursjó við Cuxhaven. Við fljótið standa margar stórar borgir, svo sem Dresden, Magdeburg og Hamborg.

Þýskt kort af Saxelfi
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.