Efri-Volta
(Endurbeint frá Efri Volta)
Efri-Volta var nafn Búrkína Fasó til 4. ágúst 1984. Nafnið vísar til þess að landið inniheldur efri hluta árinnar Volta, sem skiptist í árnar Svörtu Volta (nú Mouhoun), Hvítu Volta (nú Nakambé) og Rauðu Volta (nú Nazinon). Allar árnar eiga upptök sín í landinu en renna síðan um Gana út í Gíneuflóa. Litirnir í fána Efri-Volta vísuðu til nafna fljótanna.