Volta
Volta er fljót í Vestur-Afríku. Fljótið verður til úr samruna fljótanna Mouhoun (áður Svörtu Volta), Nakambé (áður Hvítu Volta) og Nazinon (áður Rauðu Volta) sem öll eiga upptök sín í Búrkína Fasó en renna saman í Gana og renna til sjávar í Gíneuflóa.
Voltavatn er stærsta manngerða vatn heims og er uppistöðulón stíflunnar Akosombo í Gana.