ELIZA er gervigreindarforrit á sviði tungutækni og málskilnings sem hannað var 1964 til 1966 við gervigreindarmiðstöð MIT af Joseph Weizenbaum.

Skjámynd af samtali við ELIZA

Forritinu var ætlað að sýna yfirborðleg samskipti milli manns og tölvu þannig að Eliza hermdi eftir samtali með að nota mynstur og orðaskipti til að láta líta út fyrir að forritið skildi samtalið. Í forritinu voru skriftur með fyrirmælum um hvernig ætti að bregðast við. Forritið var upphaflega skrifað í SLIP forritunarmálinu en í því gat ELIZA tekið við gögnum frá notanda og unnið úr þeim og tekið þátt í orðræðu. ELIZA var ein af fyrstu spjöllurum (e. chatterbot) og eitt af fyrstu forritum sem var fært um að reyna við Turing-prófið.

Heimild

breyta
  • * Fyrirmynd greinarinnar var „ELIZA“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. september 2019.