Dwyane Wade
Dwyane Tyrone Wade, Jr. (fæddur 17. janúar 1982) er fyrrum bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilaði síðast fyrir Miami Heat í NBA-deildinni. Wade var skotbakvörður. Sports Illustrated nefndi hann íþróttamann ársins árið 2006.

Wade leiddi Miami Heat til sigurs í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2006 og var valinn besti leikmaður úrslitaviðureignarinnar. Tímabilið 2008-2009 var hann stigakóngur deildarinnar. Árin 2016-2018 spilaði hann með Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers áður en hann sneri aftur til Miami.
