Dvergaþang

(Endurbeint frá Dvergþang)

Dvergþang (fræðiheiti: Pelvetia canaliculata) einnig nefnt dvergaþang er brúnþörungur af þangætt (Fucaceae).

Dvergaþang

Vísindaleg flokkun
Ríki: Litsvipuþörungar (Chromalveolata)
Fylking: Missvipuþörungar (Heterokontophyta)
Flokkur: Brúnþörungar (Phaeophyceae)
Ættbálkur: Fucales
Ætt: Þangætt (Fucaceae)
Ættkvísl: Pelvetia
Tegund:
P. canaliculata

Tvínefni
Pelvetia canaliculata
(L.) Decne. & Thur.

Útbreiðsla

breyta

Dvergþang er útbreitt við strendur Evrópu frá norður Noregi allt til Portúgals en það vex ekki vestanmegin Atlantshafsins við Norður-Ameríku. Við Ísland vex það aðeins þar sem sjór er sæmilega hlýr, við Suðvestur- og Vesturland í skjólgóðum hnullunga-og klapparfjörum. Einnig finnst það stundum í jarðvegi á sjávarfitjum innan um annað gras.

Dvergþangið þolir ekki að vera samfellt of lengi á kafi í sjó en þolir aftur á móti vel þurrk, getur verið á þurru allt að þremur vikum. Það velur sér því klappir og steina efst í efsta þangbeltinu, klapparþangbeltinu, næst fyrir neðan fjörusvertubeltið í fjörunni.

Útlit

breyta

Dvergþang er smávaxið, um 5 til 10 cm hátt, ljósbrúnt á litin eða gulleitt. Greinarnar eru eins til fjögurra mm breiðar, rennulaga og hafa engar miðtaugar, engan stilk og kvíslgreinast þær. Kynbeð eru gul og vörtótt á endum greina. Dvergþang festir sig við fast botnlag eins og steina og klappir með lítilli skífulaga festu. Það er talið að dvergþangið geti orðið um 4 ára gamalt.

Heimildir

breyta
  • Agnar Ingólfsson (1990). Íslenskar fjörur.
  • Agnar Ingólfsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Karl Gunnarsson, Eggert Pétursson (1986). Fjörulíf.

Tenglar

breyta
  • Hafransóknastofnun og Námsgagnastofnun Fjaran og hafið (skoðað 9. apríl 2112)