Drexel-háskóli

(Endurbeint frá Drexel University)

Drexel-háskóli (enska: Drexel University) er bandarískur einkaskóli og rannsóknarháskóli í Philadelphiu í Pennsylvaníu. Anthony J. Drexel stofnaði skólann árið 1891. Forseti skólans er Constantine Papadakis.

Mario the Magnificent, lukkudýr skólans.

Stefna skólans hefur frá upphafi verið sú að veita fólki af báðum kynjum og óháð uppruna hagnýta menntun í vísindum. Skólinn hét upphaflega Drexel Institute of Art, Science and Industry en árið 1936 var nafninu breytt í Drexel Institute of Technology og 1970 var því aftur breytt í Drexel University. Þann 1. júlí 2002 sameinaðist MCP Hahnemann University formlega Drexel-háskóla og til varð læknaskóli Drexel-háskóla, Drexel University College of Medicine. Haustið 2006 var stofnaður lagaskóli Drexel-háskóla, Drexel College of Law.

U.S. News & World Report taldi Drexel-háskóla vera 109. besta háskóla Bandaríkjanna árið 2006 í flokki skóla sem veita doktorsgráður.[1] Tímaritið Business Week taldi að árið 2007 væri grunnnámið í viðskiptafræði við Drexel-háskóla það 58. besta í Bandaríkjunum[2] Stolt skólans er þó verkfræðiskólinn.

Við skólann starfa rúmlega 1.300 kennarar og þar eru á 12. þúsund grunnnemar og á 6. þúsund framhaldsnemar. Fjárfestingar skólans nema um hálfum milljarði bandaríkjadala. Einkunnarorð skólans eru „Science, Industry, Art“ eða „Vísindi, iðnaður og list“.

Gallerí

breyta

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.