Doncaster er borg í Suður-Yorkshire, Englandi. Íbúafjöldi er um 110.000 (2011) en á stórborgarsvæðinu búa 309.000 (2017). Doncaster er 30 km norðaustur af Sheffield. Borgin á sögu aftur til 1. aldar en þá var þar rómverskt virki. Hún stækkaði með tilkomu kolavinnslu en sá iðnaður dróst saman eftir 1970. Dómkirkjan í borginni, St. Georges Minster, er helsta kennileitið.

St. Georges Minster

Alþjóðaflugvöllurinn Doncaster Sheffield Airport er 5 km suðaustur af borginni.

Heimild

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.