Djúprista

Djúprista skips er dýpt frá vatnslínukili. Djúpristan er þannig minnsta dýpt sem skip getur siglt í án þess taka niðri. Djúpristumerki á stefni skips sýna hversu djúpt það ristir. Út frá þeim er hægt að finna út þyngd farms með því að reikna út hversu miklu skipið ryður frá sér. Hleðslumerki á skrokknum sýna hversu djúpt skipið má rista án þess að eiga á hættu að sökkva vegna ofhleðslu.

Mælieiningar skipsskrokksins. Djúpristan (d) nær frá fríborði (f) að botni skipsins.
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.