Djúpbáturinn
Djúpbáturinn er bátur sem var í ferjusiglingum á Ísafjarðardjúpi á meðan vegir um Djúpið voru engir eða illfærir. Síðasti djúpbátur var bílferja og var byggð ferjubryggja við Arngerðareyri. Djúpbáturinn sinnti áætlunarferðum um Ísafjarðardjúp og sigldi milli Arngerðareyrar og Ísafjarðar og kom við í Æðey og Vigur. Einnig voru ferjusiglingar til Grunnuvíkur og fleiri staða á meðan byggð var þar.