Æðey er stærsta eyja Ísafjarðardjúps, skammt undan Snæfjallaströnd. Hún dregur nafn sitt af góðu æðarvarpi sem þar er að finna. Eyjan er láglend, hæsti punktur í 34 metra hæð, en nokkuð hólótt. Eyjan er algróin og er þar mikið fuglalíf.

Horft af Snæfjallaströnd til Æðeyjar.

Í Æðey var höfuðból og þar voru hús af ýmsu tagi, til dæmis til að þurrka dún[1]. Þar var eitt sinn kirkja og síðar bænhús. Hún tilheyrir í dag Unaðsdalssókn en tilheyrði áður Snæfjallasókn og var þjónað þaðan. Í eynni er góð lending og var þar viðkomustaður djúpbátsins. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1946. Aðrar eyjur í Ísafjarðardjúpi eru Vigur og Borgarey og er Borgarey minnst og innst.

Tilvísanir

breyta
  1. „Vesturland - 32.-39. Tölublað (24.12.1959) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 30. janúar 2024.