Disklingur
Disklingur er diskur húðaður segulnæmu efni sem að er notaður sem handbær geymsla tölvugagna, diskurinn er hýstur í plasthlíf til að vernda yfirborð disksins fyrir fingraförum, disklingurinn er notaður með disklingadrifi sem að les og skrifar á disklinginn. Fyrstu disklingarnir voru settir á markað árið 1971 af IBM en þeir voru þróaður upp úr hljóðritunardiski sem að IBM seldi á sínum tíma, diskarnir fengu enska heitið "floppy" þar sem hljóðritunardiskarnir voru úr örþunnu PVC og ekki hafðir í hlífðarhulstri, nafnið hélst á stafrænu útgáfunni.
Almenningur notaði disketturnar sérstaklega til þess að deila upplýsingum og einnig til þess að eiga afrit af tölvugögnum sínum. Framfarir á þessu sviði voru ekki miklar fyrstu þrjá áratugina eða svo nema þá hvað varðar stærðir á diskettunum.
Disklingar eru ennþá notaðir í tölvugeiranum einkanlega í iðntölvum og þar sem að þarf að halda við eldri tölvukerfum en er að öðru leiti úrelt tækni sem að hefur vikið fyrir geisladiskum og ýmsum USB gagnageymslum.
Helstu útfærslur
breyta- IBM 200mm (8") Hámarksstærð 6,1 Mb
- Shugart 133,5mm (5 1/4") Hámarksstærð 2 Mb
- Sony 90mm (3,5") Hámarksstærð 4 Mb
- Hitachi 78mm (3") Hámarksstærð 1 Mb
- Mitsumi QD 55mm (2,5") Hámarksstærð 256 kb
- Matshushita LS 90mm (3,5") Hámarksstærð 250 Mb