Deutsche Lebens-Rettungs-Gesellschaft

þýskt félag sem vinnur við vatnsbjörgun, sundkennslu, slysavörn og neyðaraðstoð

Deutsche Lebens-Rettungs-Gesellschaft e. V. (DLRG) er þýskt félag sem starfar í almannaþágu. Það er skipulagt sem stofnun sem vinnur við vatnsbjörgun, sundkennslu, slysavörn og neyðaraðstoð.[1] Hún starfar í grundvallaratriðum í sjálfboðavinnu með sjálfboðaliðum.[1] Með 547.189 meðlimi og 1.933 staðbundnum undirdeildum (staða 2021) út um allt Þýskaland[2][3] er DLRG stærsta sjálfboðaliða björgunarsamtak í heiminum[1].

Deutsche Lebens-Rettungs-Gesellschaft
SkammstöfunDLRG
Einkennisorð„Wasser lieben – Leben retten“ (þýska: „Elska vatn - bjarga mannslífum“)
Stofnun19. október 1913 í Leipzig
Markmið
  • sundþjálfun og sundkennsla
  • vatnsbjörgun
  • uplýsing
  • almannavarnir
  • björgunarþjónusta
HöfuðstöðvarBad Nenndorf í Neðra-Saxland
Meðlimir547.189 (2021)
LykilmennUte Vogt (forseti)
Sjálfboðaliðar45.000 (2018)
VefsíðaDLRG.de
DLRG-skáli fyrir strandverði
Fáni DLRG

Sambandsskrifstofan hefur aðsetur í Bad Nenndorf í Neðra-Saxlandi.

Meginmarkmið DLRG er að bjarga fólki frá drukknun með því að kenna sem flestum að synda á unga aldri og fræða þá um örugga hegðun í og ​​við vatnið.

Björgunarfólk frá DLRG standa vörð um strendur Norðursjós og Eystrasalts, baðaðstöðu í vötnum og ám, sundlaugar og viðburði sem eru tengt vatni. DLRG er einnig virkt við hamfaraeftirlit í þýsku sambandsríkjunum og, eftir löggjöf sambandríkisins, í neyðaraðstoð.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Deutsche Lebens-Rettungs-Gesellschaft e.V. (DLRG) | DLRG DLRG Bundesverband“. www.dlrg.de (þýska). Sótt 28. júní 2022.
  2. „Jahresbericht 2021“. www.dlrg.de (þýska). DLRG e.V. (Bundesverband). bls. 8. Sótt 28. júní 2022.
  3. „Jahresbericht 2021“. www.dlrg.de (þýska). DLRG e.V. (Bundesverband). bls. 47. Sótt 28. júní 2022.