Dónárósar
Dónárósar (rúmenska: Delta Dunării) eru ósar Dónár í héraðinu Dobrogea í Rúmeníu og Odessa Oblast í Úkraínu. Ósarnir eru stærstu varðveittu árósar í Evrópu, 3446 km² að flatarmáli.
Landafræði
breytaÁ hverju ári stækka ósarnir um 40 metra út í Svartahaf vegna framburðar fljótsins. Nærri borginni Tulcea greinist fljótið í þrjár ár áður en það rennur út í hafið: Chilia, Sulina og Sfantu Gheorghe en margar smærri greinar skipta ósunum upp í sef, mýrar og skóga, sem sum hver fara undir vatn vor og haust.
Um 44 km utan við ósana er Snákeyja sem tilheyrir Úkraínu, en Rúmenía gerir tilkall til.
Árið 2004 hóf Úkraína að skipuleggja skipaskurð frá Svartahafi til Úkraínska hluta ósanna. Evrópusambandið krafðist þess að verkefninu yrði hætt þar sem það gæti skaðað lífríki vatnsins. Rúmenía hefur hótað að kæra Úkraínu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Lífríki
breytaÍ ósunum lifa um 1200 plöntutegundir, 300 fuglategundir auk 45 tegunda ferskvatnsfiska í ám og vötnum. Að auki verpa þar milljónir farfugla frá Evrópu, Miðjarðarhafssvæðinu, Asíu og Afríku.
Dónárósar eru á heimsminjaskrá UNESCO frá 1991. Meira en tveir þriðju hlutar ósanna eru stranglega verndað svæði.
Menning
breytaUm 15.000 manns búa í árósunum. Flestir lifa af fiskveiðum með hefðbundum kajökum úr viði. Í ósunum er samfélag lippóvana, fylgjenda Gamla siðar í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem flýðu þangað undan trúarofsóknum í Rússlandi árið 1772. Höfuðstaður lippóvana í árósunum er bærinn Vilkovo í úkraínska hlutanum.
Tenglar
breyta- www.deltadunarii.ro Geymt 16 maí 2007 í Wayback Machine
- Fuglar Dónárósa Geymt 22 febrúar 2004 í Wayback Machine
- Dónárósar: Myndasafn Geymt 23 janúar 2007 í Wayback Machine