Dýna (í gömlu máli nefnd hvílbeður eða undirsæng) er undirlag í rúmi og er til að auðvelda mönnum hvíld og svefn. Dýnur sitja oftast á gormbotni eða rimlagrind í rúmum, en eru líka stundum hafðar á beru gólfinu. Orðið sæng hefur lengi verið haft um ábreiðu í rúmi, en áður fyrr einnig um þykka sæng sem var fyllt af fiðri, dúni eða gervitrefjum til að hafa undir sér í rúmi. Orðið ílega er almennt haft um búnað í rúmi (sæng, undirsæng o.s.frv.).

Millistærð af dýnu

Áður fyrr voru dýnur fylltar náttúrulegum efnum eins og hálmi eða fjöðrum. Nú á dögum eru dýnur gerðar úr gormavirki eða fylltar af efni eins og latexi eða tilbúnum svampi úr pólýúretani eða öðru plastefni. Sumar dýnur eru fylltar með lofti eða vatni (sbr. vatnsdýnur), eða náttúrulegu trefjaefni eins og futoni.

Yfirleitt er dýnuhlíf sett utan um dýnuna til að verja lakið og rúmfötum. Dýnur fást í ýmsum stærðum.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.