Dúnkarkari (eða karkari) er heiti yfir sjómenn og sjóræningja frá bænum Dunkerque sem var ýmist hluti hins Heilaga rómverska ríkis, Englands eða Frakklands á 17. og 18. öld.

Dúnkarkar fiskuðu meðal annars við Íslandsstrendur. Jón Þórðarson Thoroddsen kvað um þá og sagði:

Karkarar koma þá
kuggann menn runa' uppá,
kópslaga kes og færi,
klúta léreft og snæri. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 13. september 2008.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.