Dórófónn (enska: halldorophone) er íslenskt rafhljóðfæri sem svipar til sellós. Það var búið til af listamanninum og hönnuðinum Halldóri Úlfarssyni sem byrjaði ferlið upphaflega í Finnlandi.[1] Hljóðfærið leit fyrst dagsins ljós árið 2008. Hljóðfærið var hannað fyrst og fremst í kringum endurgjöf, eða feedback, þannig að titringur strengjanna magnast upp í innbyggðu hljóðkerfi hljóðfærisins. Dórófónninn vakti athygli árið 2020 þegar tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar Joker, en tónlistina samdi hún að hluta til með hljóðfærinu.[2][3]

Strengjahljóðfæri úr við með rafrænum stillingum á hliðinni.
Dórófónn í eigu Listaháskóla Íslands. Hann var smíðaður með aðstoð Hönnunarsjóðs og afhentur skólanum þann 17. janúar 2022.

Tilvísanir

breyta
  1. „This strange instrument from Joker soundtrack was invented in Finland | Aalto University“. www.aalto.fi (enska). Sótt 23. maí 2022.
  2. „Composer Hildur Guðnadóttir Finds The Humanity In 'Joker'. NPR.org (enska). Sótt 23. maí 2022.
  3. Burlingame, Jon; Burlingame, Jon (14. nóvember 2019). „Film Composers Tap Into Offbeat Inspirations for Scores“. Variety (bandarísk enska). Sótt 23. maí 2022.