Díogenes hundingi

(Endurbeint frá Díogenes frá Sínópu)

Díogenes eða Díógenesforngrísku Διογένης ὁ Σινωπεύς, Diogenes ho Sinopeus; um 412 f.Kr. eða 404 f.Kr.323 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur af skóla hundingja frá borginni í Sínópu (núna Sinop í Tyrklandi). Díogenes er einna þekktastur fyrir að hafa búið í tunnu og fyrir að hafa svarað Alexander mikla, þegar sá hinn sami spurði hann hvort hann gæti gert eitthvað fyrir hann: „Já, skyggðu ekki á sólina“ (eða „Stígðu frá sólinni“).

Díogenes
Díogenes
Persónulegar upplýsingar
Fæddurum 412 f.Kr. eða 404 f.Kr.
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilFornaldarheimspeki
Skóli/hefðHundingjar
Helstu viðfangsefnisiðfræði

Díogenes fluttist ungur til Aþenu þar sem hann gerðist samkvæmt sumum heimildum nemandi Antisþenesar.

Díogenes kenndi að maður skyldi lifa lífinu í samræmi við náttúruna og af þeim sökum ætti maður að virða að vettugi samfélagslegar reglur en stunda strangt meinlætalíf.[1]

Sumar heimildir greina frá því að Díogenes hafi látið eftir sig ýmis ritverk, þar á meðal bókmenntaverk en ekkert er varðveitt af þeim.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Geir Þ. Þórarinsson (2006).
  2. Geir Þ. Þórarinsson (2006).

Heimildir og ítarefni

breyta
  • Branham , R. Bracht og Marie-Odile Goulet-Cazé, The Cynics: The Cynic Movement in Antquity and Its Legacy (University of California Press, 1996).
  • Desmond, William, Cynics (University of California Press, 2008).
  • Geir Þ. Þórarinsson. „Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?“. Vísindavefurinn 3.8.2006. http://visindavefur.is/?id=6105. (Skoðað 29.7.2009).
  • Gill, Mary Louise og Pierre Pellegrin (ritstj.), A Companion to Ancient Philosophy (Blackwell, 2005).

Tenglar

breyta
  • „Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?“. Vísindavefurinn.
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Diogenes of Sinope