Dímetýlkvikasilfur
Dímetýlkvikasilfur er eldfimur, litlaus vökvi og sterkasta þekkta taugaeitrið. Það hefur lítillega sæta lykt og er ákaflega hættulegt. Gufuþrýstingur þess er mjög hár svo það gufar mjög hratt upp og það getur valdið heilaskaða að anda gufunni að sér.
Dímetýlkvikasilfur kemst í gegnum latex, bútýl og annað harðgert gúmmíefni og getur sogast upp í gegnum húðina. Hanskar sem notaðir eru á rannsóknastofum eru því ekki nægileg vörn gegn því. Því þarf að nota hanska úr gervigúmmíi eða aðra þétta hanska þegar efnið er meðhöndlað því aðeins örfáir míkrólítrar á húðina geta valdið dauða.
Karen Wetterhahn, þekktur efnafræðingur, lést nokkrum mánuðum eftir að hún hellti fáein dropa af efninu á latex-hanska sem hún var í.