Tófugras
Tófugras (fræðiheiti: Cystopteris fragilis) er algengasti burkni á Íslandi og eina burknategundin sem finnst í öllum landshlutum.[1] Tófugras vex í hraungjótum, klettum, urðum og hellisskútum, oft þar sem nokkurs skugga gætir.[1] Það er algengt frá sjávarmáli upp í 700-800 metra hæð en hefur hæst fundist í 1050 metra hæð við Öskju og í um 900 metra hæð við Tungnafellsjökul.
Tófugras | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Cystopteris fragilis (L.) Bernh. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Filix fragilis (L.) Underw. |
Tófugras getur líkst öðrum burknategundum. Lítil eintök tófugrass minna á aðra smávaxna burkna, til dæmis liðfætlu, en þekkist best á því að blaðkan en alveg hárlaus, en blaðka liðfætlu hefur lítið eitt af hárum eða flösu.[1]
Þessi tegund af burkna er með smá gró undir blaðinu sem ferðist með vindinum. Gróin verða til forkím þar svokallaðar sæðisfrumur bindast saman til að æxlunarkerfið í tófugrasinu endurtekur sig.
Tófugras er hýsill fyrir tófugrasryð, sjúkdómsvaldandi svepp af stjarnryðsætt sem finnst meðal annars á Íslandi.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 Flóra Íslands (án árs). Tófugras - Cystopteris fragilis). Sótt þann 23. febrúar 2020.