Crack the Skye er fjórði geisladiskurinn eftir Bandarísku þungarokkshljómsveitina Mastodon en hann var gefinn út 24. mars 2009 af Reprise Records.[1][2] Diskurinn komst í 11 sæti á Billboard 200 en hann seldist í 41,000 eintaka í fyrstu viku.[3] Í Ástralíu komst diskurinn í 19 sæti.[4] Í september 2010 hafði diskurinn selt 200,000 eintök í Bandaríkjunum. Sem gerir hann söluhæsta diskinn þeirra eins og er [5]

Crack the Skye
Breiðskífa
FlytjandiMastodon
Gefin út24. mars 2009
Tekin uppSouthern Tracks Studios, Atlanta, Georgia
StefnaProgressive metal, stoner rock, sludge metal
Lengd50:03
ÚtgefandiReprise

Crack the Skye er fyrsti geisladiskurinn þar sem að trommuleikarinn Brann Dailor fær að vera þriðji söngvari.

Tónlist og texti breyta

 
Hljómsveitinn að vinna við diskinn í Atlanta, Georgia.

Trommuleikarinn Brann Dailor lýsir disknum eins og hann sé "einbeittari" en fyrri diskurinn Blood Mountain. [6] Eftir nokkur viðtöl þá hefur Dailor einnig sagt að diskurinn tengist fagurfræði og list frá Tsarist Russia, það að vera út úr líkamanum sínum og kenningar Stephen Hawking um ormagöng[7]. Ásamt því þá var þessi diskur gerður til að heiðra systur Brann Dailor en hún, Skye Dailor, framdi sjálfsmorð þegar hún var 14 ára.

Viðtökur breyta

Upphaflegu viðtökur við Crack the Skye voru mjög góðar. Á Metacritic, sem gefur einkunn upp í 100 byggt á mismunandi umsögnum gagnrýnenda, fær diskurinn 82. Þetta er byggt á 29 umsögnum og gefur til kynna að diskurinn fær "alhliða lof". [8] Time Magazine setti diskinn í 3. sæti í "topp 10 diskur frá 2009" [9]. Diskurinn var einnig valinn diskur ársins hjá Rock Sound. Einnig komst diskurinn í 17. sæti yfir bestu diska ársins hjá Spin Magazine [10].

Lagalisti breyta

Öll lög voru samin af Mastodon, fyrir utan "Crack the Skye" (Scott Kelly með viðbót við textann).

Nr.TitillAðalsöngvariLengd
1.„Oblivion“Brann Dailor, Troy Sanders, Brent Hinds5:46
2.„Divinations“Hinds, Sanders3:38
3.„Quintessence“Hinds, Sanders5:27
4.„The Czar
  • I. "Usurper"
  • II. "Escape"
  • III. "Martyr"
  • IV. "Spiral"
Hinds, Sanders10:54
5.„Ghost of Karelia“Sanders, Hinds5:24
6.„Crack the Skye“ (ásamt Scott Kelly)Sanders, Dailor, Scott Kelly5:54
7.„The Last Baron“Hinds, Sanders13:00
Samtals lengd:50:03

References breyta

  1. Coscarelli, Joe (29. október 2008). „Mastodon Unveil New Album Details“. Spin Magazine Online. Sótt 30. október 2008.
  2. „Mastodon: New Album Title, Track Listing Revealed“. Blabbermouth.net. 29. október 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2008. Sótt 29. október 2008..
  3. „Mastodon's 'Crack The Skye' Lands At No. 11 On BILLBOARD Chart“. blabbermouth.net. 1. apríl 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. apríl 2009. Sótt 2. apríl 2009.
  4. „Aria Top 50 Albums Chart“. Ariacharts.com.au. Sótt 20. júní 2012.
  5. Week Ending Sept. 12, 2010: The Dulcet Tones Of Bruno Mars - Chart Watch Geymt 29 desember 2010 í Wayback Machine
  6. Mastodon On New Album And Supporting Metallica and Slayer, The Quietus (2008-11-04)
  7. http://metalhall.blogspot.is/2009/01/dailor-talks-new-mastodon-album-and.html
  8. http://www.metacritic.com/music/crack-the-skye/mastodon
  9. http://content.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1945379_1943810_1943816,00.html
  10. http://www.spin.com/2009/12/40-best-albums-2009/