Kántrí popp

Tónlistarstefna
(Endurbeint frá Country pop)

Kántrí popp er undirflokkur kántrítónlistar sem er samblanda af kántrí og poppi. Uppruni stefnunnar má rekja til sjötta áratugsins þegar sveitalistamenn vildu ná til stærri og víðari markhópa. Eiginleikar kántrí popps koma úr rokki, poppi og kántrí. Upphaflega var stefnan þekkt sem Nashville hljómurinn (e. Nashville sound) og seinna sem Countrypolitan. Um miðjan áttunda áratuginn byrjuðu margir listamenn kántrítónlistar að færa sig yfir í popp kántrí hljóminn sem kom þeim á stóra vinsælda lista, þar með talið hjá Billboard. Eftir að vinsældir fóru dvínandi á níunda áratugnum, fékk stefnan endurkomu stuttu eftir á tíunda áratugnum þegar hún byrjaði að draga innblástur úr popp rokki.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.