Colorado-fljót

Colorado-fljót (enska: The Colorado River, spænska: Río Colorado) er eitt helsta fljót í suðvestur-Bandaríkjunum og í norður-Mexíkó. Lengd þess er 2330 km og vatnasvið þess spannar sjö fylki Bandaríkjanna og tvö ríki Mexíkó.

Kort.
Fljótið við Horseshoe Bend, Arizóna.
Horft til Miklagljúfurs.

Uppruna fljótsins má finna í mið-Klettafjöllum og leið þess heldur suðvestur um Colorado-sléttuna, um Miklagljúfur, í Mead-vatn við mörk Arizona og Nevada og suður til Mexíkó þar sem óshólmar þess eru milli Kaliforníu-flóa og Baja-Kaliforníuskaga.

Í umhverfi árinnar eru hrikaleg gljúfur og í vatnasviðinu eru ellefu þjóðgarðar Bandaríkjanna. Stíflur í fljótinu veita vatni um þurrt landslag suðvesturhluta BNA og framleiða rafmagn. Flestar stíflur voru byggðar milli 1910 og 1970, ein sú mikilvægasta er Hoover-stíflan en þar er vatnið/uppistöðulónið Mead-vatn. Af 25 stærri þverám er Græná (Green River) það stærsta.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Colorado River“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. feb. 2017.